Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. 4.2.2023 09:29
Paco Rabanne er látinn Hönnuðurinn og ilmvatnsframleiðandinn Paco Rabanne er látinn, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann. 3.2.2023 14:35
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3.2.2023 11:00
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. 3.2.2023 10:23
Jóhanna og Maggý til Svars Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra. 3.2.2023 08:50
Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. 3.2.2023 08:20
Pizzabakari reyndist eftirlýstur mafíósi Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991. 3.2.2023 07:39
Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3.2.2023 07:00
Gameveran fær góðan gest Gameveran Marín fær góðan gest til sín í kvöld. Það er Odinzki og saman ætla þau að spila hinn gífurlega vinsæla leik Portal 2 og jafnvel fleiri leiki. 2.2.2023 20:30
Nánast öllu starfsfólki Cyren sagt upp Nánast öllu starfsfólki tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren hefur verið sagt upp, þar af þrjátíu starfsmönnum á Íslandi. Móðurfyrirtækið stendur á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að rekstur íslensku deildarinnar hafi gengið vel. 2.2.2023 15:04