Sex ráðherrar ekki leyst vandann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 16:41 Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður Félags íslenska listdansara. Aðsend/Listdansskóli Íslands Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma. Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma.
2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn)
Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira