Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5.2.2023 09:47
Bílvelta í Mosfellsbæ Bíll valt við hringtorgið hjá Olís í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fjögur. Tvö voru flutt á slysadeild til aðhlynningar en talið er að annað þeirra gæti verið alvarlega slasað. 4.2.2023 16:06
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur við Jaðarsel Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílslys við Jaðarsel í Reykjavík. Enginn slasaðist alvarlega. 4.2.2023 15:33
Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4.2.2023 15:12
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4.2.2023 13:53
Gular viðvaranir enn og aftur á morgun Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun. 4.2.2023 13:24
Eldur kviknaði í rafmagnshjóli í Lönguhlíð Eldur kviknaði í hjólageymslu í Lönguhlíð fyrr í dag. Búið er að slökkva eldinn en það hafði kviknað í rafmagnshjóli sem var staðsett í geymslunni. 4.2.2023 12:15
Aldrei jafn kalt í janúar á þessari öld Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar. 4.2.2023 11:00
Game of Thrones-par á von á barni Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son. 4.2.2023 10:30
Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. 4.2.2023 10:01