Saka Íslensku óperuna um rasisma Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:09 Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Íslenska óperan Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs. Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs.
Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira