Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vo Van Thuong nýr forseti Víetnam

Vo Van Thoung var í gær valinn nýr forseti Víetnam. Hann tekur við af Nguyen Xuan Phuc sem gegndi embættinu í einungis tæp tvö ár og sagði af sér eftir að hafa verið sakaður um spillingu. 

Ó­­sáttur við fulla aftur­­­virkni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni.

Eldur í tveggja hæða húsi á Tálkna­firði

Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu.

Hristi sig og hornin hrundu af

Þjóðgarðsvörðurinn Derek Burgoyne náði myndbandi af því þegar elgur hristi sig og missti í leiðinni horn sín. Afar sjaldgæft er að sjá þegar hornin falla af elgum. 

Tinubu verður forseti Nígeríu

Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC í Nígeríu, verður næsti forseti Nígeríu. Niðurstöður kosninganna voru staðfestar í nótt en alls voru átján manns í framboði. 

Í góðum gír að ónáða gesti

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Hug­myndin of góð til þess að fram­kvæma hana ekki

Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. 

Sjá meira