Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 16:19 Atvikið átti sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði