Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. 26.4.2023 10:13
Svíar reka fimm rússneska diplómata úr landi Svíar hafa ákveðið að reka fimm rússneska diplómata úr landi. Að sögn utanríkisráðherra landsins munu þeir hafa gerst uppvísir að hegðun sem samræmist ekki störfum þeirra í landinu. 25.4.2023 12:40
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25.4.2023 11:28
1,4 milljarða hagnaður hjá Össuri á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður fyrirtækisins Össur á fyrsta ársfjórðungi nam tíu milljónum dollara, 1,4 milljarði íslenskra króna. Er það átta prósent aukning frá síðasta ári. Sala á ársfjórðungnum nam 25,7 milljörðum króna. 25.4.2023 08:18
Kona handtekin með gullbyssu í fórum sínum Bandarísk kona var á sunnudag handtekin í Sydney í Ástralíu eftir að gullbyssa fannst í ferðatösku hennar. Konan er laus gegn tryggingu en hún gæti átt allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér. 25.4.2023 07:56
Rof á útsendingu RÚV í nótt Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju. 25.4.2023 07:01
Tork gaur: Undantekningin sem sannar ekkert endilega regluna Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo C40 tekinn fyrir. 25.4.2023 07:00
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25.4.2023 06:45
Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 25.4.2023 06:18
Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. 24.4.2023 09:36