Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. 24.4.2023 09:00
Fjarlægir niðrandi ummæli um Keanu Reeves úr ævisögu sinni Leikarinn Matthew Perry hefur lofað að fjarlægja ummæli sínum Keanu Reeves úr framtíðar eintökum af ævisögu sinni, Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing. Bókin kom út í fyrra og vöktu ummæli Perry í bókinni mikla athygli. 24.4.2023 07:40
Spydeberg-tvíburasysturnar létust líklegast vegna heróinofskammts Tvíburasysturnar Mille Andrea og Mina Alexandra Hjalmarsen, sem fundust látnar í Spydeberg í Noregi í janúar, létust líklegast af völdum ofskammts af heróíni. Tveir menn eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. 24.4.2023 07:12
Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 24.4.2023 06:46
Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. 24.4.2023 06:39
Fimmta hvert ungmenni með lesblindu Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni. 24.4.2023 06:23
Fréttakviss vikunnar: Íbúi númer þúsund, Coachella-kel og gervigreind Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 22.4.2023 07:01
Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. 21.4.2023 12:59
Gísli hættir og Karl Óttar tekur við Karl Óttar Einarsson mun um mánaðamótin taka við af Gísla Páli Pálssyni sem forstjóra Grundarheimilanna. Gísli mun þó ekki kveðja heimilin þar sem hann hefur verið ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar. 21.4.2023 11:15
Wilson Skaw komið á flot Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 21.4.2023 10:21