Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir