Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 21:35 Hafliði Pétursson ljóðskáld segir lífsgæðaaukninguna vegna aðgerðarinnar hafa verið gífurlega. Vísir/Einar Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði. Heilsa Kynlíf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði.
Heilsa Kynlíf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira