Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 21:35 Hafliði Pétursson ljóðskáld segir lífsgæðaaukninguna vegna aðgerðarinnar hafa verið gífurlega. Vísir/Einar Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði. Heilsa Kynlíf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði.
Heilsa Kynlíf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira