Borgarbúar hætti að taka myndir af sorphirðumönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 22:01 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Vísir/Einar Fjöldi ástæðna skýra það að ruslatunnur hafa víða orðið yfirfullar síðustu vikur. Skrifstofustjóri hjá borginni segir það óþægilegt fyrir sorphirðumenn þegar borgarbúar taka myndir af þeim og myndbönd við störf sín. Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur. Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Sjá meira
Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur.
Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Sjá meira