Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 16.5.2023 11:49
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15.5.2023 16:37
Netárás gerð á Dalvíkurbyggð Netárás var gerð á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar í fyrrinótt. Ekki er talið að árásaraðilinn hafi komist yfir gögn í kerfum sveitarfélagsins. 15.5.2023 11:09
Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. 12.5.2023 20:01
„Við viljum ekki fá að sjá þessar útskýringar“ Stjórnarmaður í eftirlitsnefnd EFTA segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að svörum við úrskurðum nefndarinnar. Nefndin fundar með stjórnvöldum hér á landi í næsta mánuði. 12.5.2023 11:42
Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. 11.5.2023 17:27
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11.5.2023 16:19
Leigufélög enn spennandi fjárfesting þrátt fyrir brotthvarf Heimstaden Leigufélagið Heimstaden mun á næstu mánuðum minnka íbúðasafn sitt á Íslandi. Ástæðan mun vera sú að lífeyrissjóðir vildu ekki fjárfesta í félaginu. Að sögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs þýðir þetta ekki að leigufélög þyki minna spennandi vara fyrir fjárfesta. 11.5.2023 11:52
Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. 9.5.2023 20:02
Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. 9.5.2023 11:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent