Þingmenn flytja og húsgögnin sett á sölu Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2023 20:00 Svona lítur þetta út á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur haft á leigu undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað. Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað.
Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira