Sviðshöfundur Loreen segist ekki hafa stolið af Sæmundi Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 18.5.2023 14:25
Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn. 18.5.2023 13:33
Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. 18.5.2023 13:16
„Það er bara lægð á eftir lægð“ Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. 18.5.2023 13:12
Gular viðvaranir á morgun Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 18.5.2023 11:56
Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns. 18.5.2023 10:24
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18.5.2023 09:29
Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16.5.2023 19:01
Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. 16.5.2023 12:30
Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 16.5.2023 11:49