„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 23:01 Íbúar Grindavíkur eru ekki miklir aðdáendur jarðskjálftanna. Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira