Flestir viðbragðsaðilar hafa þegar fengið þriðja skammt Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag. 13.11.2021 12:08
Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. 12.11.2021 21:55
Þýfi fyrir tugmilljónir króna skilað í réttar hendur Um sextíu til sjötíu innbrot hafa verið í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði síðan í sumar. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglan upplýsi mörg málanna og hafi í þessari viku skilað þýfi fyrir tugmilljónir króna. 12.11.2021 19:19
Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. 12.11.2021 12:00
Eðlilegt að viðræður taki lengri tíma en venjulega Formenn stjórnarflokkanna þriggja komu saman í gær til að halda áfram viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar, líkt og þeir hafa gert frá því að landsmenn gengu að kjörborðinu fyrir sex vikum síðan. 6.11.2021 21:13
Forsetinn brá sér í hlutverk leiðsögumanns Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og brá sér í hlutverk leiðsögumanns eftir fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, við mikinn fögnuð erlendra ferðamanna. 5.11.2021 21:26
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5.11.2021 20:01
Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. 5.11.2021 19:01
„Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að fá samþykki á ný“ Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. 3.11.2021 19:00
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3.11.2021 12:05