Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við vixlverkun launahækkanna og verðlags. Kristján Þórður Snæbjarnason bendir hins vegar á að hækkun stýrivaxta geti ýtt undir verðbólgu. Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira