Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. 22.12.2018 18:00
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22.12.2018 13:37
Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. 20.12.2018 19:00
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. 19.12.2018 19:00
Skordýrin leynast líka í gervijólatrjám Lifandi jólatré eru mun umhverfisvænni en gervi að sögn framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Skordýr séu meira segja nokkuð algeng á gervitrjám. 18.12.2018 19:00
Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18.12.2018 19:00
Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. 17.12.2018 19:00
Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. 17.12.2018 12:00
Jólaverslunin lítur vel út Jólaverslun fer vel af stað að sögn kaupmanna í Kringlunni en aðsóknin hefur aukist lítillega frá því í desember í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir þurfa fleiri stæði við verslunarmiðstöðina á þessum tíma. Þá hefur netverslun hefur aukist mikið milli ára samkvæmt upplýsingum frá Póstinum. 15.12.2018 19:00
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15.12.2018 19:00