fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati

Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda.

Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir

Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann.

Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar

Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra.

Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ

Ríkistjórnin notar krónu á móti krónu skerðingar til að reyna að fá öryrkja til að samþykkja óraunhæft starfsgetumat segir formaður Öryrkjabandalagsins. Félagsmálaráðherra segir að ráðast þurfi í breytingar á endurhæfingarkerfinu vegna mikillar fjölgunar öryrkja og því verði þetta að gerast samhliða.

Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR

Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg.

Sjá meira