„Ég er engin hetja,“ segir nýra-og stofnfrumugjafi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. september 2019 18:30 Tveir þriðju þeirra sem fá ígrætt nýra hér á landi fá það frá lifandi einstaklingi sem er mun hærra hlutfall en víðast annars staðar í Evrópu. Ungur maður sem gaf nýra fyrir rúmri viku segir afar gefandi að vita hvað það hefur breytt miklu fyrir nýraþegann. Í öllum nýraígræðslum sem hafa farið fram á Landspítalanum hefur nýrað komið frá lifandi einstaklingi. Frá árinu 2018 hafa verið gerðar 15 slíkar aðgerðir þar. Ef nýra er úr látnum einstaklingi hefur fólk farið á Salgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg.Íslendingar gjafmildir og góðir Árlega bíða um 15 til 20 manns hér á landi eftir að fara í aðgerð þangað. Hins vegar varð breyting á Landspítalanum í vor og nú verður mögulegt að fara í nýraígræðslu þar þegar nýra er úr látnum einstaklingi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum fá um 65% nýraþega nýra frá lifandi einstaklingi hér á landi sem er mun hærra hlutfall en í samanburðalöndum. Í Evrópskri rannsókn þar sem 42 lönd voru borin saman kom fram að þetta hlutfall væri að meðaltali um 30%. Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á nýrnadeild Landspítalans segir Íslendinga einstaklega gjafmilda og góðhjartaða. Yfirleitt komi nýra frá nánum vini eða ættingja. Ákvað fyrir tilviljun að gefa nýra Einn þeirra sem ákvað að gefa nýra úr sér er Sigurður Arnar Sigurþórsson tveggja barna faðir úr Reykjanesbæ og smiður hjá Bygg. Hann var í kaffi hjá pabba sínum og konunni hans og komst þá að því að hún ætlaði að gefa vinkonu sinni nýra. „Þetta kom upp upp af tilviljun, kona pabba míns hafði boðið vinkonu sinni sem var mikið nýrnaveik að gefa úr sér nýra, en hún var með mikið af mótefnum og því erfitt að finna réttan gjafa. Ég sló fram að ef það gengi ekki upp væri í lagi að tékka á mér,“ segir Sigurður Eftir rannsóknir kom í ljós að Sigurður hentaði best sem nýragjafi í þessu tilviki og hann var ekki lengi að hugsa sig um, „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég væri til í að gefa viðkomandi nýra og ég sagði bara já,“ segir hann, Sigurður hafði hitt nýraþegann einu sinni fyrir þennan tíma og hitti síðan viðkomandi nokkrum sinnum í rannsóknarferlinu. Hann segir að það hafi verið afar góð tilfinning að heyra hversu glöð hún varð þegar í ljós kom að hann var tilbúinn í að gefa henni líffærið. „Hún hringdi í mig og var alveg himinlifandi. Það var alveg rosalega gott að heyra að maður væri að vekja aftur til lífsins manneskju sem hefur gengið í gegnum gríðarleg veikindi,“ segir hann.Finnur helst fyrir hósta og hnerra Sigurður fór í aðgerðina þann 3. september og var tvo daga á spítalanum. Hann verður frá vinnu í sex til átta vikur en fær vinnutapið bætt frá Tryggingastofnun og vinnuveitanda sínum Bygg. Hann segist ekki finna mikið fyrir aðgerðinni í dag, helst þegar hann hóstar eða hnerrar. Þá má hann ekki lyfta neinu þungu. Í heild taki um ár að ná sér að fullu eftir slíka aðgerð. Sigurður er hógvær þegar hann er spurður út í hvort þetta sé ekki mikið inngrip. „Mér finnst þetta ekki hafa verið mikið tiltökumál, ég fór í aðgerð og svaf í gegnum hana. Ég þarf að vera frá vinnu í 6-8 vikur en að öðru leyti gerði ég ekki neitt, ég er engin hetja,“ segir hann. Hann segir afar ánægjulegt hvað vel hefur gengið hjá nýraþeganum. „Við höfum verið í miklu meira sambandi eftir aðgerðina og að heyra frá henni hvað henni hefur liðið vel síðan er alveg rosalega gefandi fyrir mig,“ segir hann. Aðspurður um hvað hann hafi nú sagt við kærustuna fyrir aðgerðina segir Sigurður. Ég gaf kærustunni nú hjartað mitt, ég þurfti að gefa einhverri annarri nýrað mitt,“ segir hann. Er á lista þeirra sem eru tilbúnir að gefa stofnfrumur Sigurður er einnig á lista yfir þá sem eru tilbúnir að gefa stofnfrumur úr sér en um 1500 Íslendingar hafa lýst sig tilbúna til þess. „Ég var komin í ferli þar sem átti að taka úr mér stofnfrumur og græða í veikan einstakling í Noregi en því miður veiktist viðkomandi alvarlega í ferlinu þannig að því var hætt. Ég er hins vegar ennþá á þeim lista og finnst það sjálfsagt mál,“ segir Sigurður að lokum Heilbrigðismál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Tveir þriðju þeirra sem fá ígrætt nýra hér á landi fá það frá lifandi einstaklingi sem er mun hærra hlutfall en víðast annars staðar í Evrópu. Ungur maður sem gaf nýra fyrir rúmri viku segir afar gefandi að vita hvað það hefur breytt miklu fyrir nýraþegann. Í öllum nýraígræðslum sem hafa farið fram á Landspítalanum hefur nýrað komið frá lifandi einstaklingi. Frá árinu 2018 hafa verið gerðar 15 slíkar aðgerðir þar. Ef nýra er úr látnum einstaklingi hefur fólk farið á Salgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg.Íslendingar gjafmildir og góðir Árlega bíða um 15 til 20 manns hér á landi eftir að fara í aðgerð þangað. Hins vegar varð breyting á Landspítalanum í vor og nú verður mögulegt að fara í nýraígræðslu þar þegar nýra er úr látnum einstaklingi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum fá um 65% nýraþega nýra frá lifandi einstaklingi hér á landi sem er mun hærra hlutfall en í samanburðalöndum. Í Evrópskri rannsókn þar sem 42 lönd voru borin saman kom fram að þetta hlutfall væri að meðaltali um 30%. Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á nýrnadeild Landspítalans segir Íslendinga einstaklega gjafmilda og góðhjartaða. Yfirleitt komi nýra frá nánum vini eða ættingja. Ákvað fyrir tilviljun að gefa nýra Einn þeirra sem ákvað að gefa nýra úr sér er Sigurður Arnar Sigurþórsson tveggja barna faðir úr Reykjanesbæ og smiður hjá Bygg. Hann var í kaffi hjá pabba sínum og konunni hans og komst þá að því að hún ætlaði að gefa vinkonu sinni nýra. „Þetta kom upp upp af tilviljun, kona pabba míns hafði boðið vinkonu sinni sem var mikið nýrnaveik að gefa úr sér nýra, en hún var með mikið af mótefnum og því erfitt að finna réttan gjafa. Ég sló fram að ef það gengi ekki upp væri í lagi að tékka á mér,“ segir Sigurður Eftir rannsóknir kom í ljós að Sigurður hentaði best sem nýragjafi í þessu tilviki og hann var ekki lengi að hugsa sig um, „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég væri til í að gefa viðkomandi nýra og ég sagði bara já,“ segir hann, Sigurður hafði hitt nýraþegann einu sinni fyrir þennan tíma og hitti síðan viðkomandi nokkrum sinnum í rannsóknarferlinu. Hann segir að það hafi verið afar góð tilfinning að heyra hversu glöð hún varð þegar í ljós kom að hann var tilbúinn í að gefa henni líffærið. „Hún hringdi í mig og var alveg himinlifandi. Það var alveg rosalega gott að heyra að maður væri að vekja aftur til lífsins manneskju sem hefur gengið í gegnum gríðarleg veikindi,“ segir hann.Finnur helst fyrir hósta og hnerra Sigurður fór í aðgerðina þann 3. september og var tvo daga á spítalanum. Hann verður frá vinnu í sex til átta vikur en fær vinnutapið bætt frá Tryggingastofnun og vinnuveitanda sínum Bygg. Hann segist ekki finna mikið fyrir aðgerðinni í dag, helst þegar hann hóstar eða hnerrar. Þá má hann ekki lyfta neinu þungu. Í heild taki um ár að ná sér að fullu eftir slíka aðgerð. Sigurður er hógvær þegar hann er spurður út í hvort þetta sé ekki mikið inngrip. „Mér finnst þetta ekki hafa verið mikið tiltökumál, ég fór í aðgerð og svaf í gegnum hana. Ég þarf að vera frá vinnu í 6-8 vikur en að öðru leyti gerði ég ekki neitt, ég er engin hetja,“ segir hann. Hann segir afar ánægjulegt hvað vel hefur gengið hjá nýraþeganum. „Við höfum verið í miklu meira sambandi eftir aðgerðina og að heyra frá henni hvað henni hefur liðið vel síðan er alveg rosalega gefandi fyrir mig,“ segir hann. Aðspurður um hvað hann hafi nú sagt við kærustuna fyrir aðgerðina segir Sigurður. Ég gaf kærustunni nú hjartað mitt, ég þurfti að gefa einhverri annarri nýrað mitt,“ segir hann. Er á lista þeirra sem eru tilbúnir að gefa stofnfrumur Sigurður er einnig á lista yfir þá sem eru tilbúnir að gefa stofnfrumur úr sér en um 1500 Íslendingar hafa lýst sig tilbúna til þess. „Ég var komin í ferli þar sem átti að taka úr mér stofnfrumur og græða í veikan einstakling í Noregi en því miður veiktist viðkomandi alvarlega í ferlinu þannig að því var hætt. Ég er hins vegar ennþá á þeim lista og finnst það sjálfsagt mál,“ segir Sigurður að lokum
Heilbrigðismál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira