Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 18:30 Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör. Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör.
Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira