Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 18:30 Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör. Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör.
Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira