Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:20 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við. Reykjavík Sorpa Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira