Hægt væri að stækka selalaugina innan árs með fjármagni frá borginni Selalaugin í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er alltof lítil og barn síns tíma að sögn deildarstjóra garðsins. Ef fjármagn fáist frá borginni væri hægt að stækka hana og dýpka innan árs. 23.4.2019 19:30
Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu. 23.4.2019 12:00
Saumuðu hundrað sinnum út: „Ég er að deyja“ Hópur kvenna sameinaðist um það í dag að sauma endurtekið setninguna "Ég er að deyja“ sem er hluti af listaverki sem vísar í harmleik frá nítjándu öld en um leið í grábroslega tilveru manneskjunnar. 19.4.2019 20:00
Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. 19.4.2019 19:15
Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. 19.4.2019 14:01
Mikið rennsli í ám landsins Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær. 19.4.2019 13:02
Lögregla í eftirlitsferð slökkti eld í heimahúsi Eldur kom upp í húsi á Ísafirði í nótt. Lögreglumenn í eftirlitsferð urðu varir við mikinn reyk sem lagði frá húsinu og ræstu út slökkvilið. Í ljós kom að eldur logaði í sólpalli og í timburklæðningu hússins. 19.4.2019 10:44
Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. 18.4.2019 21:30
Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. 18.4.2019 19:15
Segir nýtt áhættumat ekki taka afstöðu til einangrunar hunda Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktarfélag Íslands lét gera að sögn fræðslustjóra Matvælastofnunar. 18.4.2019 15:00