Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2019 18:30 Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira