Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar hafi beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsætið hjá Eflingu. Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira