fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óhress með borgina en sáttur við settjarnir

Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar.

Stoð­þjónustu vantar fyrir skóla í strjál­býlli byggð

Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“

Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári.

Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli

Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum.

Óvenju mörg flugslys í ár

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði.

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Sjá meira