Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:53 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja í yfirlýsingu eftir Kveik í gær ekki halda vatni. Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson. Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira