fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“

Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.

Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast

Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag.

Tveir lífeyrissjóðir fá tilmæli frá Neytendastofu vegna framsetningar á markaðsefni

Neytendastofa hefur sent tveimur lífeyrissjóðum tilmæli um að þeir gæti að að framsetningu fullyrðinga í markaðsefni sínu þannig að hún sé ekki villandi fyrir neytendur. Stofnunin ákvað síðasta sumar að kanna auglýsingar hjá sjóðunum eftir að í þeir höfðu auglýst að þeir hefði fengið verðlaun fyrir að vera bestir.

Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja

Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum.

Sjá meira