Innlent

Sautján ára­móta­brennur á höfuð­borgar­svæðinu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Eldur verður borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á flestum stöðum.
Eldur verður borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á flestum stöðum. vísir/vilhelm

Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni.

Reykjavík

Tendrað verður í fyrstu brennunni á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú á morgun, gamlársdag á Úlfarsfelli. Í Reykjavík verða níu aðrar brennur á morgun og hefjast allar nema ein klukkan hálf níu. Brenna í Skerjafirði hefst klukkan níu.  Þær verða við, Ægissíðu, við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð. Í Laugardal neðan við Laugarásveg, á Geirsnefi, við Suðurfell, Rauðavatn, í Gufunesi og Kléberg á Kjalarnesi. 

Kópavogur

Tvær brennur verða í Kópavogi á morgun. Hin árlega áramótabrenna Briðabliks verður á nýjum stað í ár eða á efra bílastæði sunnan við Fífuna. Kveikt verður klukkan hálf níu og hefst flugeldasýninga Hjálparsveitar skáta rúmlega níu. Þá verður tendrað í bálkesti í Gulaþingi klukkan hálfníu.

Hafnarfjörður

Í Hafnarfirði verður áramótabrenna Knattspyrnufélagsins nHauka og Hafnarfjarðarbæjaar fyrir framan íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum klukkan átta. 

Mosfellsbær og Seltjarnarnes

Í Mosfellsbæ er tendrað í brennunni klukkan hálfníu neðan Holtahverfis við Leirvog. Á Seltjarnarnesi hefst brennan á sama tíma á Valhúsarhæð þar verður einnig flugeldasýning í boði sveitarfélagsins. 

Garðabær

Í Garðabæ verða tvær brennur. á Álftanesi þar sem kveikt verður nærri ströndinni norðan við Gesthús klukkan hálf níu og við Sjávargrund klukkan níu sem knattspyrnudeild Stjörnunnar sér um. Þar verður flugeldasýning í boði Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. 

Í flestum öðrum sveitarfélögum landsins eru áramótabrennur en í heild eru þær um og yfir níutíu. Finna má upplýsingar um þær á flestum heimasíðum sveitarfélaga á landinu. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×