Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15.6.2020 20:01
Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn. 30.5.2020 19:00
Óttast að ströng skilyrði fyrir hlutastarfaleið fæli fyrirtæki frá Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. 30.5.2020 13:25
Mikilvægt að slysi verði forðað í lagasetningu um greiðslur á uppsagnafresti Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka óttast að óbreytt frumvarp ríkistjórnarinnar um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks hvetji fyrirtæki til uppsagna. Stjórnaliðar segja að að fyrirtæki þurfi að uppfylla ströng skilyrði til að geta nýtt úrræðið. 29.5.2020 18:54
160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 29.5.2020 13:33
Gjaldþrot aukast og margir biðja um greiðslufresti á lánum Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. 28.5.2020 18:55
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28.5.2020 11:12
Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26.5.2020 21:31
Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun 26.5.2020 13:24
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22.5.2020 20:32
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent