„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira