Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. október 2020 16:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á von á tillögum frá sóttvarnalækni. Nýjar reglur sem verði hertari taki væntanlega gildi 3. nóvember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira