Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs

Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. 

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Stöðva þurfti frum­sýningu á Macbeth

Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Munu ekki fara fram á gæslu­varð­hald yfir skot­vopna­mönnunum

Þrír einstaklingar voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar en málið er ekki þess eðlis að farið verði fram á gæsluvarðhald.

Telja Sig­rúnu ekki hafa brotið siða­reglur lög­manna

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Sjá meira