Ráða njósnara á Íslandi Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur ráðið Vigfús Jósefsson sem njósnara á Íslandi. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. 28.11.2024 10:41
Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Það er leikdagur í Cardiff. Í kvöld mun Wales taka á móti Íslandi í Þjóðadeild karla í fótbolta á Cardiff City leikvanginum. Stöð 2 Sport er á svæðinu. Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp með Aroni Guðmundssyni. Upphitun sem má sjá hér fyrir neðan. 19.11.2024 13:33
Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. 19.11.2024 11:03
Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar. 19.11.2024 10:01
Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum. 19.11.2024 08:54
Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum. 19.11.2024 08:00
Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tilviljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrúlegar. Því komst undirritaður meðal annars að eftir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í Niksic á laugardaginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum. 18.11.2024 13:30
Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ekki er búist við því að nýr leikmaður bætist við leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi leik liðsins gegn Wales í Þjóðadeild UEFA í Cardiff á morgun. 18.11.2024 11:55
„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. 16.11.2024 10:30
Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. 16.11.2024 09:31