Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. 16.4.2024 08:01
Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. 15.4.2024 15:30
Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“ Betur fór en á horfðist þegar að bifreið, sem flutti nokkra leikmenn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísafjarðar eftir leik gegn Fram um síðastliðna helgi. Flytja þurfti einn leikmann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús en hann var skömmu síðar útskrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel. 13.4.2024 10:24
Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich! Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum. 9.4.2024 21:32
„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. 9.4.2024 20:33
Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. 9.4.2024 20:07
Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. 9.4.2024 14:00
Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. 9.4.2024 13:00
Árið sem Hildur festi sig í sessi Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. 9.4.2024 12:00
„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. 9.4.2024 10:00