Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Haukar unnu átta marka sigur á ÍR í Olís deild karla í handbolta í kvöld, 39-31, og jafna þar með Val að stigum á toppi deildarinnar. 10.12.2025 20:49
Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Stjarnan vann í kvöld sex stiga sigur á Tindastól í Bónus deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í Garðabæ 89-83, sex stiga sigur Stjörnunnar. 10.12.2025 20:34
FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli FH hafði betur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Eyjum sex marka sigur FH, 29-23. 10.12.2025 20:18
Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir máttu þola grátlegt tap með liði sínu Vålerenga gegn Paris í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-0 sigur Parísar. 10.12.2025 20:00
Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Surne Bilbao Basket höfðu betur gegn Sporting Lissabon í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur fimmtán stiga sigur Bilbao, 94-79. 10.12.2025 19:28
Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar að Kolstad vann tíu marka sigur á Nærbö í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-26 sigur Kolstad. 10.12.2025 19:20
Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Gestgjafar Hollands eru komnir áfram í undanúrslit HM kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir fimm marka sigur liðsins á Ungverjalandi í dag, lokatölur þar 28-23. 10.12.2025 18:43
Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Stuðningsmenn norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt hafa heldur betur nýtt ferð sína á útileik liðsins gegn Dortmund, í Meistaradeildinni í kvöld, vel. Þeir voru að sjálfsögðu mættir til að styðja við bakið á norska kvennalandsliðinu í handbolta í gær sem spilar í sömu borg á HM. 10.12.2025 18:01
Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann í fótbolta, er búinn í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni á dögunum. Hann verður frá næstu mánuðina. 10.12.2025 16:46
Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, ráðleggur núverandi leikmanni félagsins, Kobbie Mainoo að sóa ekki ferli sínum þar. 10.12.2025 07:01