Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Elvar Már Friðriksson var í eldlínunni með liði sínu Anwil Wloclawek og setti niður sautján stig í tapi gegn sínu gamla liði, PAOK í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. 12.11.2025 20:50
Martin stoðsendingahæstur í sigri Martin Hermannsson gaf átta stoðsendingar og skoraði fimm stig er lið hans Alba Berlin hélt áfram að gera það gott í Meistaradeild Evrópu í körfubolta. 12.11.2025 20:24
Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Sjálfsmark Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markvarðar Inter Milan, var eina markið sem skorað var í fyrri leik liðsins gegn sænsku meisturunum í Häcken í fyrri leik liðanna í Evrópubikarnum í kvöld. 12.11.2025 20:15
Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Glódís Perla Viggósdóttir reyndist hetja Bayern Munchen er hún skoraði sigurmarkið í ótrúlegum leik gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 12.11.2025 19:49
Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson minnti rækilega á sig með Vezprém í sigurleik í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. 12.11.2025 19:40
Arna Sif aftur heim Arna Sif Ásgrímsdóttir er komin aftur heim til Akureyrar og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bestu deildar lið Þórs/KA. 12.11.2025 19:25
Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Íslenska landsliðskonan í handbolta, Andrea Jacobsen, er nú í kapphlaupi við tímann til þess að reyna komast með Íslandi á HM sem hefst undir lok mánaðarins. 12.11.2025 18:42
Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Mika Hakkinen segir það afar sorglegt að nánast í sömu andrá og Michael Schumacher hafi átt að hefja næsta blómaskeið í sínu lífi hafi það verið hrifsað af honum. 12.11.2025 18:05
Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann. 8.11.2025 10:02
„Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir að varnarleikur síns liðs verði að vera fullkominn í kvöld til þess að liðið geti átt möguleika í Suðurnesjaslag gegn liði Grindavíkur á útivelli. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Daníel og fjölskyldu hans. 7.11.2025 14:32