Hávær orðrómur en Englendingar munu hafna öllum tilboðum Enska knattspyrnusambandið mun hafna öllum tilboðum sem kunna að berast í Sarinu Wiegman, lansliðsþjálfara kvennalandsliðsins, en orðrómur er um að bandaríska knattspyrnusambandið vilji fá hana til liðs við sig. 17.8.2023 17:45
„Ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála hjá atvinnumönnum í boltanum en upp á síðkastið hefur það verið áberandi hversu mörg stór nöfn í knattspyrnuheiminum hafa verið að heltast úr lestinni vegna meiðsla. 17.8.2023 14:30
Munu koma á framfæri mikilvægum skilaboðum gegn KA í kvöld Belgíska knattspyrnuliðið Club Brugge mun spila í sérstökum treyjum í seinni viðureign sinni gegn KA í Sambandsdeild Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld. Frá þessu er greint í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins. 17.8.2023 12:31
Segir starfi sínu lausu eftir sögulega lélegan árangur Vlatko Andonovski hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta lausu eftir vonbrigðagengi á HM í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. 17.8.2023 12:00
Óli Stef hefur áhyggjur af stöðu mála: „Vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak“ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson hefur áhyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningarrétt á Olís deildum karla og kvenna í handbolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með einhverju kæruleysi“ en nú, þremur vikum fyrir upphaf komandi tímabils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“ 17.8.2023 09:00
Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. 17.8.2023 08:00
Óli Stef óvænt á krossgötum: „Þeirra ákvörðun, þeirra missir“ Óvænt tíðindi bárust af handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni í dag en hann hefur samið um starfslok við þýska úrvalsdeildarfélagið Erlangen. Ólafur hefur enduruppgötvað ást sína á handboltanum upp á síðkastið og vill núna á þessu stigi síns ferils stefna á starf sem aðalþjálfari. 16.8.2023 19:00
Óli Stef óvænt farinn frá Erlangen Ólafur Stefánsson hefur samið um starfslok við þýska félagið Erlangen sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Frá þessu greinir Ólafur í samtali við Vísi. 16.8.2023 11:04
„Bardagi við Gunnar myndi henta vel á þessum tímapunkti“ Íslenskt UFC áhugafólk bíður nú í ofvæni eftir því að sjá hvað er næst á dagskrá hjá Gunnari Nelson sem er á tveggja bardaga sigurgöngu. Á fréttamiðlinum MMAJunkie er nafni hans kastaði inn í umræðuna sem mögulegum andstæðingi hins reynslumikla Rafael dos Anjos. 15.8.2023 09:31
Tveir af bestu glímumönnum heims miðla reynslu sinni í Mjölni Glímukapparnir Craig Jones og Lachan Giles eru um þessar mundir með BJJ æfingabúðir í Mjölni. Ástralarnir eru hér með viku æfingabúðir sem hófust í dag, mánudag, og klárast á föstudaginn. 14.8.2023 16:30