Tækifæri fyrir íslenska leikmenn að láta til sín taka um helgina Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2024 19:15 Ísland á margar framúrskarandi knattspyrnukonur og er Gonzalo Zamorano, talsmaður Woman Goal, yfir sig hrifinn af gæðastigin í fótboltanum hér á landi. Spennandi æfingarbúðir verða haldnar í Miðgarði um helgina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenskum knattspyrnukonum gefst gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína út í heim héðan af landi um komandi helgi. Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira