Sjáðu mörkin þegar að Víkingar skráðu sig á spjöld sögunnar Víkingur Reykjavík skráði sig á spjöld sögunnar í gær með sigri sínum á Val í toppslag 20. umferðar Bestu deildar karla í gærkvöldi. Sigurinn sá til þess að liðið hefur slegið stigametið í efstu deild. 21.8.2023 09:30
Leikmaður Aston Villa til rannsóknar hjá lögreglu Leon Bailey, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa er til rannsóknar hjá lögreglu í kjölfar 4-0 sigurs Aston Villa á Everton í gær en stuðningsmaður sakar hann um líkamsárás. 21.8.2023 08:00
Helmingslíkur á því að Gylfi Þór gangi í raðir Lyngby Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, segir helmingslíkur á því að Gylfi Þór Sigurðsson semji við félagið. Frá þessu greinir Freyr í viðtali við fjölmiðla ytra. 21.8.2023 07:01
Þvertekur fyrir orðróma: „Ég er ekki á förum“ Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að starfa út samninginn sinn við enska knattspyrnusambandið sem gildir til ársins 2025. Frá þessu greindi hún í viðtali við BBC. 18.8.2023 17:00
Samningi Ólafs við Breiðablik sagt upp Samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net. 18.8.2023 16:59
Endurkoma Greenwood undirbúin: Baráttusamtök gegn heimilisofbeldi sögð „fjandsamleg“ Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. 18.8.2023 15:31
Rúnar Alex til Cardiff: Leitaði ráða hjá Aroni Einari Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í fótbolta, Rúnar Alex Rúnarsson hefur gengið til liðs við enska B-deildar liðið Cardiff City á láni frá Arsenal út tímabilið. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni. 18.8.2023 13:45
Útskrifaður af sjúkrahúsi og bata hans lýst sem kraftaverki Sergio Rico, markvörður franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en þar hefur hann dvalið síðan undir lok maí eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg. 18.8.2023 13:31
Crashgate skandallinn vindur upp á sig: „Titlinum var rænt af honum“ Lögmenn fyrrum Formúlu 1 ökuþórsins Felipe Massa eru reiðubúnir að höfða skaðabótamál fyrir skjólstæðing sinn á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem kostaði Massa heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. 18.8.2023 12:31
Endo orðinn leikmaður Liverpool Japanski miðjumaðurinn Wataru Endo er orðinn leikmaður Liverpool. Frá þessu greinir enska úrvalsdeildarfélagið í tilkynningu á vefsíðu sinni. 18.8.2023 11:45