Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Lögregla var kölluð að réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi síðdegis á sunnudag vegna Mohamads Kourani, sem hefur verið vistaður þar til skamms tíma. Sérsveitin brást við útkallinu en var þó ekki kölluð út sérstaklega. 16.10.2025 10:08
Gengi Icelandair hrapar Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær. 16.10.2025 09:55
Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur stefnt erlendum karlmanni til greiðslu skuldar upp á 344 þúsund krónur. Skuldin er tilkomin vegna þess að maðurinn óskaði sex sinnum eftir sjúkraflutningi á sex mánaða tímabili í fyrra. 15.10.2025 16:47
Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. 15.10.2025 16:02
Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. 15.10.2025 14:36
Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. 15.10.2025 13:49
Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. 15.10.2025 13:41
Vara við sósum sem geta sprungið Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi. 15.10.2025 11:45
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. 15.10.2025 11:18
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. 14.10.2025 14:47