Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. 19.9.2025 12:05
Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. 19.9.2025 10:33
Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. 18.9.2025 15:41
Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára. 18.9.2025 12:48
Eftirlitið veður í Veðurstofuna Samkeppniseftirlitið hefur sent Veðurstofu Íslands erindi þar sem brýnt er fyrir Veðurstofunni að halda samkeppnisrekstri stofnunarinnar rækilega aðskildum frá annarri starfsemi og birta upplýsingar um aðskilnaðinn opinberlega. 18.9.2025 11:25
SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. 17.9.2025 16:08
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. 17.9.2025 14:57
Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Starfsmaður Sólheima í Grímsnesi á uppsagnarfresti segir að sér líði eins og hann sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Hann rekur sögu mikillar starfsmannaveltu og segir starfsmenn ekki treysta yfirstjórn stofnunarinnar, sem hafi með öllu misst klefann. 16.9.2025 17:15
Reikna með gosi í lok mánaðar Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er. 16.9.2025 14:10
Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. 16.9.2025 13:40