Erlendum ríkisborgurum fjölgaði sex sinnum meira en íslenskum Alls voru 78.259 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní síðastliðinn og þeim fjölgaði um 3.836 frá 1. desember 2023 eða um 5,2 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 659 eða um 0,2 prósent. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæplega sex fyrir hvern íslenskan. 13.6.2024 11:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12.6.2024 14:06
Stunginn í heimahúsi í Súðavík Ungur karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Súðavík seint í gærkvöldi, grunaður um að hafa stungið mann. Maðurinn hlaut lífshættuleg stungusár og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hann er nú kominn úr lífshættu. 12.6.2024 10:20
Kynna nýtt kerfi veiðistjórnunar Umhverfisstofnun hefur boðið á opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpustofninn. 10.6.2024 17:31
Skúli Óskarsson er látinn Skúli Margeir Óskarsson kraftlyftingamaður lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 9. júní. Skúli varð fyrstur íslenskra íþróttamanna til að setja heimsmet, þegar hann setti heimsmet í réttstöðulyftingum árið 1980 og var brautryðjandi á sviði kraftlyftinga á Íslandi. 10.6.2024 16:11
Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. 10.6.2024 15:30
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9.6.2024 23:32
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9.6.2024 22:54
Forsætisráðherrann segir af sér Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“ 9.6.2024 22:11
Óhugnanlegt slys á Íslandsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla Nokkuð óhugnanlegt slys varð á svæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði í dag þegar keppandi á Íslandsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla féll af hjóli sínu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala, þar sem hann undirgengst nú rannsóknir. 9.6.2024 21:09