Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2025 10:32 Ingi Garðar Erlendsson, Reykvíkingur ársins 2025, rennir fyrir lax í Elliðaánum líkt og hefðin er. Reykjavíkurborg Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að Reykvíkingur ársins hafi fyrst verið útnefndur árið 2011. Tilgangurinn sé að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Ingi Garðar hafi stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019.Hann sé básúnuleikari og tónlistarkennari með BA próf og MA próf í tónsmíðum og diplóma í hljóðfræði. Hann sé tónskáld og hafi meðal annars unnið útsetningar fyrir hljómsveitir. Stórkostlegt starf og sannkölluð fyrirmynd Óskað hafi verið eftir tilnefningum um Reykvíking ársins í byrjun maí, og um miðjan júní hafi verið farið yfir tilnefningarnar og tekin ákvörðun um að veita Inga Garðari titilinn. Í tilnefningum hafi meðal annars komið fram að hann haldi úti stórkostlegu starfi og sé sannkölluð fyrirmynd fyrir börnin og þau sem að starfi hljómsveitarinnar koma. Enn fremur segi að Ingi Garðar hafi ávallt mætt nemendum sínum með skilningi og hann skapi umhverfi þar sem börnin eru metin að verðleikum og geti blómstrað sem tónlistarfólk. Undir stjórn Inga Garðars hafi nemendur fengið margskonar tækifæri til þess að koma fram og spila. Þau hafi spilað á sviði í Borgarleikhúsinu í leikritinu Fía Sól gefst aldri upp og einnig í dansverkinu Hringir Orfeausarog annað slúður eftir Ernu Ómarsdóttur. Þau hafi samið tónverk og flutt við opnun tónlistarhátíðarinnar Myrkir Músíkdagar og komið fram með hljómsveitinni Sigur Rós í Laugardalshöll, svo eitthvað sé nefnt. Í lok maí mánaðar hafi svo tónleikar verið haldnir í Háskólabíói þar sem Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar undir stjórn Inga Garðars, Benni Hemm Hemm og Kórinn hafi tekið saman höndum sína í tilefni af því að tuttugu ár voru liðin frá útgáfu fyrstu plötu Benna. Sú plata, sem ber einfaldlega nafnið Benni Hemm Hemm innihaldi tólf lög og kom út árið 2005. Platan hafi verið flutt í heild sinni fyrir fullu húsi á tónleikunum í Háskólabíói. „Goðsagnakennt dæmi“ Haft er eftir Benna Hemm Hemm að það sem Ingi Garðar sé að gera með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sé stórvirki og eigi eftir að verða goðsagnakennt dæmi þegar fram líða stundir. „Hann gaf sér mánuð til að æfa upp alla fyrstu Benna Hemm Hemm plötuna, sem er fullkomlega óraunhæft plan fyrir skólahljómsveit. En hann er búinn að þjálfa þessa krakka upp með því að spila linnulaust útum allan bæ - með hljómsveitum, á leiksviði, á elliheimilum, á leikskólum, á vorhátíðum og svona er hægt að telja endalaust. Afraksturinn er sá að þessi hljómsveit getur fengið lög í erfiðum tóntegundum, með sífelldum takttegundaskiptum og ég veit ekki hvað - og spilað bara beint á fyrstu æfingu. Og þau geta ekki bara spilað sig í gegnum lögin, heldur ná þau í örfáum atrennum að finna rétta fílínginn og spila ótrúlega vel. Þetta er flott tónlistarfólk með frábæran stjórnanda.“ Kom mikið á óvart Þá segir að Reykvíkingur ársins hafi að vonum verið ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, og það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram. En þetta er líka gefandi starf og ég vil þakka frábæru krökkunum í skólahljómsveitinni, þau eiga stóran hlut í þessari viðurkenningu ásamt samstarfsfólkinu mínu auðvitað, öllum hljóðfærakennurunum og þá sérstaklega Svanhildi Lóu Bergsveinsdóttur sem er með mér í hljómsveitarstarfinu og mín hægri hönd.“ er haft eftir Inga Garðari. Loks segir að Reykvíkingur ársins hafi rennt fyrir laxi í Elliðaánum í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem hafi haft umsjón með ánum í 85 ár. Heiða Björg borgarstjóri hafi rætt við Inga Garðar um skólahljómsveitina og starfsemi sveitarinnar. „Við óskum Inga Garðari til hamingju með útnefninguna!“ Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. 20. júní 2025 11:25 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að Reykvíkingur ársins hafi fyrst verið útnefndur árið 2011. Tilgangurinn sé að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Ingi Garðar hafi stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019.Hann sé básúnuleikari og tónlistarkennari með BA próf og MA próf í tónsmíðum og diplóma í hljóðfræði. Hann sé tónskáld og hafi meðal annars unnið útsetningar fyrir hljómsveitir. Stórkostlegt starf og sannkölluð fyrirmynd Óskað hafi verið eftir tilnefningum um Reykvíking ársins í byrjun maí, og um miðjan júní hafi verið farið yfir tilnefningarnar og tekin ákvörðun um að veita Inga Garðari titilinn. Í tilnefningum hafi meðal annars komið fram að hann haldi úti stórkostlegu starfi og sé sannkölluð fyrirmynd fyrir börnin og þau sem að starfi hljómsveitarinnar koma. Enn fremur segi að Ingi Garðar hafi ávallt mætt nemendum sínum með skilningi og hann skapi umhverfi þar sem börnin eru metin að verðleikum og geti blómstrað sem tónlistarfólk. Undir stjórn Inga Garðars hafi nemendur fengið margskonar tækifæri til þess að koma fram og spila. Þau hafi spilað á sviði í Borgarleikhúsinu í leikritinu Fía Sól gefst aldri upp og einnig í dansverkinu Hringir Orfeausarog annað slúður eftir Ernu Ómarsdóttur. Þau hafi samið tónverk og flutt við opnun tónlistarhátíðarinnar Myrkir Músíkdagar og komið fram með hljómsveitinni Sigur Rós í Laugardalshöll, svo eitthvað sé nefnt. Í lok maí mánaðar hafi svo tónleikar verið haldnir í Háskólabíói þar sem Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar undir stjórn Inga Garðars, Benni Hemm Hemm og Kórinn hafi tekið saman höndum sína í tilefni af því að tuttugu ár voru liðin frá útgáfu fyrstu plötu Benna. Sú plata, sem ber einfaldlega nafnið Benni Hemm Hemm innihaldi tólf lög og kom út árið 2005. Platan hafi verið flutt í heild sinni fyrir fullu húsi á tónleikunum í Háskólabíói. „Goðsagnakennt dæmi“ Haft er eftir Benna Hemm Hemm að það sem Ingi Garðar sé að gera með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sé stórvirki og eigi eftir að verða goðsagnakennt dæmi þegar fram líða stundir. „Hann gaf sér mánuð til að æfa upp alla fyrstu Benna Hemm Hemm plötuna, sem er fullkomlega óraunhæft plan fyrir skólahljómsveit. En hann er búinn að þjálfa þessa krakka upp með því að spila linnulaust útum allan bæ - með hljómsveitum, á leiksviði, á elliheimilum, á leikskólum, á vorhátíðum og svona er hægt að telja endalaust. Afraksturinn er sá að þessi hljómsveit getur fengið lög í erfiðum tóntegundum, með sífelldum takttegundaskiptum og ég veit ekki hvað - og spilað bara beint á fyrstu æfingu. Og þau geta ekki bara spilað sig í gegnum lögin, heldur ná þau í örfáum atrennum að finna rétta fílínginn og spila ótrúlega vel. Þetta er flott tónlistarfólk með frábæran stjórnanda.“ Kom mikið á óvart Þá segir að Reykvíkingur ársins hafi að vonum verið ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, og það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram. En þetta er líka gefandi starf og ég vil þakka frábæru krökkunum í skólahljómsveitinni, þau eiga stóran hlut í þessari viðurkenningu ásamt samstarfsfólkinu mínu auðvitað, öllum hljóðfærakennurunum og þá sérstaklega Svanhildi Lóu Bergsveinsdóttur sem er með mér í hljómsveitarstarfinu og mín hægri hönd.“ er haft eftir Inga Garðari. Loks segir að Reykvíkingur ársins hafi rennt fyrir laxi í Elliðaánum í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem hafi haft umsjón með ánum í 85 ár. Heiða Björg borgarstjóri hafi rætt við Inga Garðar um skólahljómsveitina og starfsemi sveitarinnar. „Við óskum Inga Garðari til hamingju með útnefninguna!“
Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. 20. júní 2025 11:25 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira
Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. 20. júní 2025 11:25