Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. 19.7.2024 16:56
Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. 19.7.2024 15:30
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19.7.2024 13:51
Farmenn felldu kjarasamning Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á dögunum. 19.7.2024 11:51
Bilun á heimsvísu og aðstæður hjólhýsabúa Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða. 19.7.2024 11:41
Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. 19.7.2024 11:10
Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. 18.7.2024 16:54
Landsbankinn hagnaðist um 16 milljarða eftir skatt Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. 18.7.2024 15:56
Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. 18.7.2024 14:49
Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. 18.7.2024 14:03