Stúlkan sem leitað var að á Suðurnesjum er fundin Sex ára stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í dag er komin í leitirnar. 1.10.2021 17:50
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1.10.2021 17:38
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20.9.2021 22:58
Bóluefni Pfizer virki fyrir fimm til ellefu ára börn Lyfjaframleiðandinn Pfizer tilkynnti í dag að rannsóknir fyrirtækisins hafi sýnt fram á að bóluefni þess veiti börnum á aldrinum fimm til ellefu ára vörn gegn kórónuveirunni. 20.9.2021 21:35
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar og formaður VR kennir stjórnvöldum um Forsendunefnd SA og ASÍ komst að þeirri niðurstöðu á fundi í dag að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þurfi að samningsaðilar að endurskoða kjarasamninga sín á milli fyrir mánaðarmót. 20.9.2021 19:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um afléttingu ferðabannsins til Bandaríkjanna. Við ræðum við utanríkisráðherra og forstjóra Icelandair um málið. 20.9.2021 18:12
Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. 20.9.2021 17:53
Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19.9.2021 23:44
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19.9.2021 22:23
Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða. 19.9.2021 21:35