Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 12:53 Landsréttur dæmdi ummælin dauð og ómerk. Vísir/Vilhelm Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði. Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira