Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 15:25 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. vísir/egill Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir. Veður Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Bjart, kalt og hægur vindur Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Sjá meira
Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir.
Veður Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Bjart, kalt og hægur vindur Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Sjá meira