Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 16:59 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, opnaði sýninguna í dag. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun. Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent